Óttast að Vidic spili ekki meira á tímabilinu

Nemanja Vidic í leiknum gegn Roma í fyrrakvöld þar sem …
Nemanja Vidic í leiknum gegn Roma í fyrrakvöld þar sem hann meiddist á hné. reuters

Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu alvarleg meiðsli serbneska varnarmannsins Nemenja Vidic í liði Manchester United eru en hann meiddist á hné og þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik í viðureign United og Roma í fyrrakvöld. Vidic fór í myndatöku í gær og fer aftur í dag en United menn óttast það versta, það er að Vidic leiki ekki meira með á tímabilinu.

Hné Vidic er stokkbólgið og gat hann varla stigið í fótinn þegar hann mætti á æfingasvæði Manchester United í gær og liggur ljóst fyrir að hann spilar ekki gegn Middlesbrough á sunnudaginn og tæplega gegn Roma á miðvikudag í næstu viku.

Rio Ferdinand, félagi Vidic í vörn ensku meistaranna, vonast til að endurheimta Vidic sem allra fyrst en þeir hafa náð einstaklega vel saman í hjarta varnarinnar.

Vidic hefur verið frábær hjá okkur og við leikmenn krossleggjum fingur á að ekkert alvarlegt sé að honum. Við erum samt vel mannaðir og höfum leikmenn til að fylla hans skarð," segir Ferdinand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert