Joey Barton fékk skilorðsbundinn dóm

Joey Barton mætir í réttarsal.
Joey Barton mætir í réttarsal. Reuters

Joey Barton, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Newcastle, fékk í dag fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm og var jafnframt dæmdur til samfélagsþjónustu, fyrir að ráðast á þáverandi samherja sinn hjá Manchester City, Ousmane Dabo, fyrir fjórtán mánuðum.

Barton réðst þá á Dabo á æfingasvæði City og sló hann með þeim afleiðingum að Frakkinn lá eftir meðvitundarlaus og alblóðugur.

Barton hafði neitað sök en snerist hugur áður en réttarhald hófst í gærmorgun og viðurkenndi sekt sína. Hann afplánar um þessar mundir sex mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás í miðborg Liverpool um síðustu jól og hefur setið inni frá 20. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert