Portúgalinn Carlos Queiroz hefur verið ráðinn eftirmaður Luiz Felipe Scolari sem landsliðsþjálfari Portúgals. Þetta var staðfest í dag. Queiroz hefur síðustu ár verið aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United eða frá árinu 2000. Raunar tók hann eina leiktíð sem stjóri Real Madríd tímabilið 2003-2004 en snéri til Englands eftir þá leiktíð á nýjan leik.
Queiroz er 55 ára og hefur áður þjálfað U20 árs landslið Portúgals árin 1990-1993 og landslið Suður-Afríku frá 2000-2002.