Jamie Carragher varnarmaðurinn frábæri hjá Liverpool sagði að sigurinn á Chelsea í dag myndi færði liðinu enn meira sjálfstraust en Liverpool gerði sér lítið fyrir og sigraði Chelsea, 1:0, í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag og skaust ,,Rauði Herinn" á topp úrvalsdeildarinnar.
,,Fyrir leikinn í dag hafði Chelsea spilað gríðarlega vel og er klárlega eitt besta liðið í Evrópu í dag. Að koma hingað og vinna færir liðinu enn meira sjálfstraust en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. ,,Það var vitað mál að þetta met myndi einhvern tímann falla hjá Chelsea og ég er eðlilega mjög glaður að það séum við sem náðum stöðva þá," sagði Carragher, sem átti frábæran leik í vörn Liverpool.," á vef félagsins eftir sigurinn á Stamford Bridge.
Liverpool er sigursælasta liðið á Englandi en hvorki fleiri né færri en 18 ár eru liðin frá því liðið hampaði meistaratitlinum síðast. ,,Við erum á toppnum sem stendur og við ætlum að sjálfsögðu að reyna að halda því. Síðustu árin hafa Chelsea og Manchester United einokað titilinn en við og Arsenal erum að reyna að blanda okkur í þá baráttu og vonandi tekst okkur að velta þeim úr sessi á þessu tímabili.
Luiz Felipe Scolari knattspyrnustjóri Chelsea þurfti að horfa upp á fyrsta tap liðsins undir sinni stjórn en í aðdraganda leiksins lét Brasilíumaðurinn hafa eftir sér að Chelsea gæti farið taplaust í gegnum deildina.
,,Það var ekki reiknað með þessum úrslitum. Liverpool-liðið er mjög gott lið en það lék ekki betur en við en það átti einu skoti betra en við í leiknum. Liverpool lék með átta menn í vörn og það gaf okkur fá svæði til að spila boltanum á," sagði Scolari.