Terry tryggði Englendingum sigur í Berlín - Persie með tvö fyrir Holland

Gareth Barry í baráttu við Jermaine Jones í Berlín í …
Gareth Barry í baráttu við Jermaine Jones í Berlín í kvöld. Reuters

John Terry tryggði Englendingum 2:1 sigur á Þjóðverjum í vináttulandsleik í Berlín í kvöld. Fyrirliðinn skallaði glæsilega í stöng og inn eftir aukaspyrnu Stuarts Downing á 84. mínútu og það reyndist sigurmark leiksins.

Matthew Upson kom Englendingum í forystu á 24. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Patrick Helmes jafnaði metin fyrir Þjóðverja á 63. mínútu en eftir mistök Terrys og Scott Carsons markvarðar Englendinga setti Helmes boltann á milli fóta Carsons og skoraði af öryggi.

Englendingar létu markið ekki slá sig út af laginu en áður en Terry skoraði sigurmarkið klúðraði Darren Bent algjöru dauðafæri og Shan Wright-Phillips átti skot í stöng.

Í Hollandi báru heimamenn sigurorð af Svíum, 3:1. Robin Van Persie skoraði tvö marka Hollendinga, sem eru með okkur Íslendingum í riðli í HM, og Dirk Kuyt skoraði það þriðja á 90. mínútu en Kim Källström skoraði mark Svía og minnkaði muninn í 2:1 á 51. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert