Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur staðfesti nú síðdegis að félagið hefði gengið frá kaupum á Pascal Chimbonda frá Sunderland en hann var seldur þangað síðasta sumar.
Chimbonda, sem er franskur og leikur jafnan sem hægri bakvörður, lék aðeins 16 leiki með Sunderland en hann lenti þar fljótlega uppá kant við þáverandi knattspyrnustjóra félagsins, Roy Keane.
Chimbonda er 29 ára gamall og hefur verið víðförull frá því hann kom fyrst til Englands árið 2005. Þá fékk Wigan hann frá Bastia í Frakklandi. Eftir eitt tímabil fór hann til Tottenham, lék þar í tvö ár og fór síðan til Sunderland síðasta sumar.