Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United, Jamie Carragher varnarmaður Liverpool og margir sparkspekingar á Englandi og víðar spá því að slagurinn um Englandsmeistaratitilinn í ár komi til með að standa á milli Liverpool og Manchester United, tveggja sigursælustu liðanna á Englandi.
Eftir sigur United á Fulham í gærkvöld hafa Englandsmeistararnir nú fimm stiga forskot á Liverpool í toppsætinu en bæði lið eiga eftir að spila 13 leiki í deildinni og þau eiga eftir að mætast innbyrðis á Old Trafford.
Til gamans skulum við skoða hvaða leiki liðin eiga eftir.
Manchester United:
Heimaleikir (7): Blackburn, Portsmouth, Liverpool, Aston Villa, Tottenham, Manchester City, Arsenal.
Útileikir (6): Newcastle, Fulham, Sunderland, Wigan, Middlesbrough, Hull.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Liverpool:
Heimaleikir (7): Manchester City, Sunderland, Aston Villa, Blackburn, Arsenal, Newcastle, Tottenham.
Útileikir (6): Middlesbrough, Manchester United, Fulham, Hull, West Ham, WBA.
Liverpool hefur oftast allra liða unnið Englandsmeistaratitilinn eða alls 18 sinnum en United kemur á hæla þeirra með 17 titla. 19 ár eru liðin frá því Liverpool landaði titlinum síðast en frá því Liverpool varð síðast meistari hefur Manchester-liðið orðið 10 sinnum meistari.