Guðjón gerir samning við Crewe

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson www.crewealex.net

„Þetta er í raun bara staðfesting á samningnum sem ég gerði þegar ég kom til félagsins. Þetta er „rúllandi samningur“ sem tekur gildi 1. júlí, þegar sá fyrri rennur út, og þýðir að það verða alltaf sex mánuðir eftir af honum,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe, við Morgunblaðið í gærkvöld. Gengið hefur verið frá áframhaldandi störfum Guðjóns hjá enska félaginu að þessu tímabili loknu.

„Þetta er ágætis fyrirkomulag fyrir báða aðila. Það er víst einhver hasar í stuðningsmönnum félagsins, þeir vildu að um lengri samning yrði að ræða,“ sagði Guðjón, sem var að koma af leik varaliða WBA og Stoke. „Ég er alltaf að svipast um eftir liðsauka, við þurfum helst að fá minnst tvo leikmenn í hópinn fyrir lokasprettinn á tímabilinu,“ sagði Guðjón sem hefur stýrt Crewe til sjö sigra í 11 deildaleikjum og komið liðinu af botninum og úr fallsæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka