Engin skrúðganga ef Chelsea vinnur

Fái Frank Lampard ástæðu til þess að fagna á laugardaginn, …
Fái Frank Lampard ástæðu til þess að fagna á laugardaginn, verður það ekki með hefðbundnum hætti, í opnum tveggja hæða Lundúnarstrætisvagni. Reuters

Þó svo tímabilið hjá Chelsea hafi verið ákveðin vonbrigði fyrir liðsmenn og stuðningsmenn þess, þá á félagið enn möguleika á að vinna ensku bikarkeppnina á laugardag, elstu bikarkeppni heims, er liðið mætir Everton í úrslitaleiknum á Wembley. Vinni liðið hinsvegar titilinn, verður lítið um skipulögð fagnaðarlæti af hálfu Chelsea, því tilkostnaðurinn þykir of mikill.

„Það verður því miður engin skrúðganga. Það átti að vera skrúðganga ef við hefðum unnið Meistaradeildina, en þetta er sama staða og árið 2007, skipulagskostnaður og lögreglukostnaður er einfaldlega of mikill,“ sagði talsmaður Chelsea.

Chelsea vann bikarinn síðast árið 2007, en sama ár missti liðið af enska meistaratitlinum í hendur Manchester United, og datt út fyrir Liverpool í Meistaradeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka