Kovac genginn í raðir West Ham

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham. Reuters

Tékkneski landsliðsmaðurinn Radoslav Kovac er genginn í raðir West Ham og hefur samþykkt að gera þriggja ára samning við Lundúnaliðið. Kovac er 29 ár gamall miðjumaður sem var í láni hjá West Ham síðari hluta síðustu leiktíðar en hann lék níu leiki með því.

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham var afar ánægður með framlag Tékkans og lagði ríka áherslu að fá hann til frambúðar. Kovac hefur leikið 30 landsleiki fyrir Tékka en hann lék með Spartak Mosvka í Rússlandi áður en hann kom til West Ham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka