England á HM eftir stórsigur á Króötum

Frank Lampard skoraði strax á 7. mínútu, úr vítaspyrnu.
Frank Lampard skoraði strax á 7. mínútu, úr vítaspyrnu. Reuters

England tryggðu sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu með  glæsibrag í kvöld þegar þeir unnu stórsigur á Króötum, 5:1, á Wembley í London.

Englendingar hafa þar með unnið alla átta leiki sína í riðlakeppninni og eru með sjö stiga forystu á Króata sem auk þess hafa leikið einum leik meira. Króatar eru með 17 stig og eiga einn leik eftir en Úkraína er með 15 stig og á tvo leiki eftir og þessar þjóðir berjast um annað sætið sem gefur keppnisrétt í umspili um HM-sæti.

Frank Lampard kom Englandi yfir úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, 1:0.

Steven Gerrard bætti við marki á 17. mínútu, 2:0.

Frank Lampard var aftur á ferð á 59. mínútu og skoraði sitt annað mark, 3:0.

Steven Gerrard bætti við sínu öðru marki á 67. mínútu, 4:0.

Eduardo, leikmaður Arsenal, náði að minnka muninn í 4:1 á 72. mínútu.

Wayne Rooney skoraði fimmta mark Englendinga á 78. mínútu, 5:1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert