Arsenal í annað sætið?

Leikmenn Arsenal fagna marki.
Leikmenn Arsenal fagna marki. Reuters

Arsenal getur komist upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Chelsea, takist liðinu að vinna sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum hans í Bolton en liðin eigast við á Emirates Stadium í kvöld.

Arsenal hefur 41 stig í þriðja sæti, Manchester United er í öðru sætinu með 43 og Chelsea trónir á toppnum með 45 stig. Bolton þarf nauðsynlega á stigum að halda en fyrir leikinn í kvöld er liðið í fallsæti. Bolton er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 18 stig eins og West Ham sem er sætinu fyrir ofan.

Arsenal hefur unnið síðustu sex rimmur liðanna í deildinni og bikarnum en síðast fagnaði Bolton sigri gegn Arsenal í nóvember 2006 þegar Nicolas Anelka skoraði tvö mörk í 3:1 sigri Bolton.

Töluvert er um forföll í liði Arsenal. Leikmenn eins og Cesc Fabregas, Nicklas Bendtner, Tomas Rosicky, Denilson og Gael Clichy eru meiddir og Alex Song er með landsliði sínu í undirbúningi fyrir Afríkukeppnina.

Bolton ætti að gera teflt fram sínu sterkasta liði en enginn meiðsli eru í herbúðum liðsins og enginn í banni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka