„Vil ekki enda ferilinn með þessum hætti“

Hermann Hreiðarsson liggur eftir að hásinin slitnaði í leiknum á …
Hermann Hreiðarsson liggur eftir að hásinin slitnaði í leiknum á laugardaginn. Reuters

,,Ég fór í myndatöku í gær og fékk þá niðurstöðu að hásinin á vinstri fætinum er slitin eins og ég vissi. Ég heyrði smellinn og fann strax að hásinin hefði slitnað og því komu þessar fréttir mér ekkert á óvart,“ sagði Hermann Hreiðarsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hermann varð fyrir meiðslunum í seinni hálfleik í viðureign Portsmouth og Tottenham á White Hart Lane á laugardaginn og var hann borinn af velli sárþjáður.

,,Þetta var ansi sárt. Ég var búinn að finna til öðru hverju í báðum hásinum en þetta kom samt ansi óvænt. Það var enginn nálægt mér og það var engu líkara en ég hefði verið skotinn í fótinn.“  

,,Þetta eru engin uppáhaldsmeiðsli hjá fólki en ég er staðráðinn í að snúa aftur til baka. Ég vil ekki enda ferilinn með þessum hætti. Auðvitað veltur mikið á að aðgerðin takist vel sem og endurhæfingin en ég stefni svo á að fara á fullt aftur,“ sagði Hermann. Sjá nánar viðtal við Hermann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka