Útlit er fyrir að enski landsliðsmaðurinn Joleon Lescott leiki ekki meira með Manchester City á þessu keppnistímabili og um leið er óvissa um möguleika hans á að leika með Englandi í úrslitakeppni HM í sumar.
Lescott, sem hefur verið í lykilhlutverki í vörn City, tognaði aftan í læri í upphitun fyrir leik gegn Fulham fyrir þremur vikum og útlit var fyrir mánaðar fjarveru. Meiðslin hafa reynst erfiðari en gert var ráð fyrir en samkvæmt Manchester Evening News er allt gert til þess að reyna að gera hann leikfæran fyrir allra síðustu leiki tímabilsins.
Lescott var keyptur frá Everton síðasta sumar fyrir 24 milljónir punda.