Ferguson telur ekki þörf á frekari leikmannakaupum

Ferguson veifar til aðdáenda á æfingu United í Bandaríkjunum fyrir …
Ferguson veifar til aðdáenda á æfingu United í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að með tilkomu þeirra Chris Smalling frá Fulham og Mexíkóans Javier Hernandez frá Chivas Guadalajara sé ekki þörf á frekari leikmannakaupum hjá félaginu.

Hann segir það ekki trufla sig að nágrannafélagið Manchester City hafi verið duglegt á leikmannamarkaðnum.

„Ég veit ekki með önnur félög en við erum mjög sáttir við þann leikmannahóp sem við höfum á að skipa. Við höfum keypt leikmenn á réttum tímum og erum ánægðir með það sem við höfum,“ er haft eftir Ferguson á vef Skysports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka