Van der Vaart hafnaði tilboði Liverpool

Rafael van der Vaart í baráttu við Frank Lampard í …
Rafael van der Vaart í baráttu við Frank Lampard í viðureign Englendinga og Hollendinga. Reuters

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael Van der Vaart hefur upplýst að hann valdi frekar að fara til Tottenham heldur en Liverpool en miðjumaðurinn snjalli gekk óvænt í raðir Tottenham frá Real Madrid rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað í síðustu viku.

,,Liverpool hafði áhuga en eftir að hafa rætt við Harry Redknapp hafði ég góða tilfinningu og er ánægður með að hafa valið Tottenham. Ég ætla svo sannarlega að gera mitt besta. Ég fæ vonandi að spila mikið og verð vonandi mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Van der Vaart við Sky Sports.

,,Landar mínir sem spila í ensku úrvalsdeildinni hafa alltaf verið að segja við mig að koma til Englands að spila. Nú er það orðið að veruleika og ég hlakka mikið til að spila á móti Kuyt, De Jong og Heitinga,“ segir Van der Vaart, sem leikur sinn fyrsta leik með Tottenham gegn nýliðum WBA á laugardaginn.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert