Jones: Læri af Eiði Smára

Eiður Smári í sínum fyrsta leik með Stoke gegn Crewe …
Eiður Smári í sínum fyrsta leik með Stoke gegn Crewe í vikunni. www.stokecityfc.com

Trínidadbúinn Kenwyne Jones, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Stoke City, fagnar komu Eiðs Smára Guðjohnsen til liðsins og segir að með tilkomu hans og fleiri leikmanna sem Stoke fékk til sín áður en félagaskiptaglugganum var lokað hafi samkeppnin um stöður aukist til mikilla muna.

,,Við höfum nú fleiri leikmenn sem eru í hærri gæðaflokki og reynslu af því að spila með stórum liðum og vonandi smitar þetta út til alls liðsins. Eiður hefur spilað með gríðarlega öflugum liðum. Hann er frábær leikmaður sem ég læri af,“ segir Jones sem kom Stoke í sumar frá Sunderland.

Stoke er enn án stiga eftir þrjár umferðir en Jones er sannfærður um að liðið muni rétta úr kútnum. Stoke hefur verið mjög stöðugt í úrvalsdeildinni frá því það kom upp. Það hefur tekið skref fram á við síðan það kom upp og það eru hæfileikar til staðar hjá liðinu. Nú erum við orðnir sterkari fram á við og vonandi skilar það sér. Tímabilið er langt og við getum vel komist í hóp tíu efstu liða.“

Stoke tekur á móti Aston Villa á Britannia vellinum í Stoke á mánudagskvöldið.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert