Halda hrakfarirnar hjá Chelsea áfram?

Chelsea hefur ekki vegnað vel í síðustu leikjum.
Chelsea hefur ekki vegnað vel í síðustu leikjum. Reuters

Toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu stefnir í að verða meira spennandi á þessari leiktíð en undanfarin ár. Eftir að Chelsea missti flugið hefur baráttan á toppnum harðnað en meistararnir hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og tveimur í röð en það er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem Lundúnaliðið tapar tveimur deildaleikjum í röð.

Chelsea sækir Newcastle heim á morgun og eins og í síðustu leikjum vantar lykilmenn í Chelsea-liðið. John Terry, Frank Lampard og Michael Essien verða allir fjarri góðu gamni og það ætti að gefa Newcastle meiri möguleika.

*Manchester United, sem er jafnt Chelsea í toppsætinu, fær Blackburn í heimsókn en United hefur ekki tapað leik í neinni keppni á tímabilinu. United hefur haft gott tak á Blackburn en í síðustu níu leikjum hefur United unnið sjö en Blackburn engan.

*Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum í dag en þá sækir liðið Aston Villa heim. Arsenal hefur tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum en aðeins einum af síðustu 23 á móti Villa.

*Einn af stórleikjum umferðarinnar verður á White Hart Lane á morgun en þá fær Tottenham lið Liverpool í heimsókn. Hvorugt lið má við því að tapa stigum en bæði hafa verið að fikra sig hægt og bítandi upp töfluna. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka