City í toppsætinu um jólin?

David Silva og Carlos Tévez.
David Silva og Carlos Tévez. Reuters

Takist Manchester City að leggja Everton að velli í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld verður City á toppi efstu deildar á Englandi um jólin í fyrsta sinn í 81 ár.

Manchester United er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Arsenal og City koma þar á eftir með 32. Með sigri á Everton fer Manchester City í 35 stig en hefur þá leikið þremur leikjum meira en United.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka