Gray látinn taka poka sinn hjá Sky

Andy Gray.
Andy Gray. Reuters

Andy Gray, einn af sparkspekingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar, var í dag látinn taka poka sinn vegna ummæla sem hann lét falla um kvenkyns aðstoðardómarann Sian Massey þegar hann lýsti leik Wolves og Liverpool ásamt Richard Keys.

Þeir félagar komu sér í vandræði eftir að upptaka náðist af þeim eftir að slökkt hafði verið á hljóðnemum þeirra.

„Einhver ætti að fara til hennar og útskýra fyrir henni rangstöðuregluna,“ sagði Keys um Sian Massey, annan línuvörð leiksins, þegar Liverpool skoraði eitt marka sinna í leiknum. 

„Trúirðu þessu? Kvenkyns línuvörður. Konur kunna ekki rangstöðuregluna,“ svaraði Gray, sem á sínum tíma gerði garðinn frægan sem markaskorari hjá Aston Villa og skoska landsliðinu.

Í upptökum af leiknum mátti síðan sjá að Sian Massey hafði hárrétt fyrir sér þegar hún lyfti ekki flaggi sínu í umræddu tilviki.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert