Treyja Gylfa Þórs olli uppnámi

Gylfi Þór Sigurðsson í búningi Reading.
Gylfi Þór Sigurðsson í búningi Reading. readingfc.co.uk

Stuðningsmaður enska 1. deildarliðsins Reading vann skaðabótamál gagnvart félaginu. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson blandaðist inn í málið.

James McGhee ákvað að gefa syni sínum Reading treyju í afmælisgjöf í júlí fyrra í og valdi strákurinn að setja nafn átrúnaðargoðsins aftan á treyjuna. Nafnið var Gylfi Sigurðsson. En nokkrum dögum eftir að strákurinn eignaðist treyjuna var Gylfi seldur frá Reading til þýska liðsins Hoffenheim.

Salan átti sér stað ekki löngu eftir að Gylfi hafði skrifað undir nýjan samning við
Reading en skömmu áður höfðu forráðamenn Reading gefið það út að Gylfi yrði áfram hjá félaginu.

McGhee krafðist að fá treyjuna endurgreidda frá Reading en því hafnaði félagið og höfðaði McGhee skaðabótamál sem hann hafði betur í. Hann fékk 72 pund í greiðslu frá Reading en treyjan kostaði 43 pund.

„Fyrir alla sem eru í sömu stöðu þá sýnir þetta að það var þess virði að sækjast eftir þessu,“ sagði McGhee við enska blaðið Daily Mirror.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert