174 sendingar meistaranna (myndband)

Wayne Rooney í baráttu við Michel Salgado.
Wayne Rooney í baráttu við Michel Salgado. Reuters

Manchester United tryggði sér Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi eins og flestum ætti að vera kunnugt. Það gerði liðið með því að gera 1:1 jafntefli gegn Blackburn á Ewood Park.

Lokamínútur leiksins voru ansi skrýtnar. Bæði lið virtust ánægð með jafnteflið og leikmenn Blackburn leyfðu leikmönnum United að spila knettinum á milli sín án þess að gera neina tilraun til að ná boltanum. Það fór svo að United náði að senda boltann 174 sinnum á milli sín án þess að mótherjarnir kæmu við boltann.


szólj hozzá: Barca who?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert