Mata færist nær Arsenal

Juan Mata í leik með spænska landsliðinu.
Juan Mata í leik með spænska landsliðinu. Reuters

Fjölskylda og fulltrúar Spánverjans Juan Mata flugu til London í gær til að ræða við Arsenal um hugsanleg félagaskipti kappans sem er á mála hjá Valencia.

Þessu greinir Mirror frá. Þar segir að Arsenal sé nærri því að ganga frá kaupunum og er talið að félagið greiði Valencia 15 milljónir punda fyrir kantmanninn, eða um 2,8 milljarða króna.

Mirror fullyrðir jafnframt að kaupin á Mata muni gera Barcelona kleyft að kaupa loksins Cesc Fabregas frá Arsenal. Fabregas verður ekki með Arsenal í Emirates-bikarnum um helgina sem þykir benda til þess að hann sé á förum frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert