Liverpool nú á höttunum eftir Cahill

Gary Cahill, til hægri.
Gary Cahill, til hægri. Reuters

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið duglegur við eyða peningum í leikmenn frá því hann tók við stjórastarfinu hjá liðinu. Hann hefur keypt leikmenn fyrir meira en 100 milljónir síðan í janúar og Skotinn segist ekki vera hættur.

Þeir Stewart Downing, Jordan Henderson og Charlie Adam kostuðu Liverpool 43 milljónir punda í sumar og það eru fleiri leikmenn á leiðinni. Jose Enrique er á leið til liðsins frá Newcastle á um 10 milljónir punda og í dag er greint frá því í Daily Mail að Dalglsih sé nú á höttunum eftir miðverðinum Cary Cahill sem leikur með Bolton.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert