Inter reynir að krækja í Kuyt

Dirk Kuyt fagnar marki fyrir Liverpool.
Dirk Kuyt fagnar marki fyrir Liverpool. Reuters

Umboðsmaður hollenska knattspyrnumannsins Dirks Kuyts segir að Inter Mílanó hafi gert Liverpool girnilegt tilboð í hann og Kuyt þurfi að skoða það vel og vandlega.

„Félögin eiga þó eftir að komast að samkomulagi," sagði umboðsmaðurinn, Rob Jansen, við RTV West í dag, en Inter leitar að framherja í staðinn fyrir Samuel Eto'o sem er á förum til Anzhi Makhachkala í Rússlandi.

Inter hefur áður reynt að kaupa Kuyt, fyrir ári síðan, en Hollendingurinn gerði nýjan samning við Liverpool í sumar, til ársins 2013. Hann var á varamannabekknum í fyrsta leik liðsins í deildinni á dögunum, gegn Sunderland, en var síðan í byrjunarliðinu gegn Arsenal á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert