United upp að hlið City

Paul Scholes fagnar marki sínu.
Paul Scholes fagnar marki sínu. Reuters

Manchester United er komið upp að hlið Manchester City í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3:0 sigur á Bolton í dag. Tottenham mistókst að komast einnig upp að hlið City en liðið gerði 1:1 jafntefli við Wolves. Chelsea er enn með í baráttunni eftir 1:0 sigur á Sunderland en Liverpool tapaði dýrmætum stigum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Stoke.

Úrslitin í leikjunum:

Aston Villa - Everton, 1:1 (leik lokið)
Blackburn - Fulham, 3:1 (leik lokið)
Chelsea - Sunderland, 1:0 (leik lokið)
Liverpool - Stoke, 0:0 (leik lokið)
Man Utd - Bolton, 3:0 (leik lokið)
Tottenham - Wolves, 1:1 (leik lokið)
WBA - Norwich, 1:2 (leik lokið)

Bein lýsing:

16:54: Öllum leikjunum er lokið.

16:41 MARK!! Blackburn ætlar sér sigur en liðið var að komast í 3:1 með marki frá Mauro Formica.

16:40 MARK!! Nýliðar Norwich eru komnir aftur yfir gegn WBA. Steve Morison skoraði markið.

16:38 MARK!! Manchester United er komið í 3:0. Michael Carrick, einn besti maður United í leiknum, skoraði með hnitmiðuðu vinstrifótarskoti rétt utan vítateigsins.

16:37 Dirk Kyut fékk gullið færi til að koma Liverpool yfir á móti Stoke en skalli Hollendingsins fór rétt framhjá. Staðan á Anfield því enn 0:0.

16:30 MARK!! Manchester United er líklega að innbyrða sigurinn því Danny Welbeck var að bæta við öðru marki fyrir meistarana.

16:26 MARK!! Everton er búið að jafna metin gegn Aston Villa á Villa Park með marki frá Victori Anichebe.

16:25 MARK!! Shane Long var að jafna metin fyrir WBA gegn Norwich með marki úr vítaspyrnu.

16:24 Markaskorari Manchester United, Paul Scholes, var að fara af velli og inn á í hans stað kom Ryan Giggs.

16:23 Minnstu munaði að Grétar Rafn Steinsson jafnaði metin fyrir Bolton en Rafael bjargaði kollspyrnu hans eftir horn á línu.

16:18 Andy Carroll er kominn inn á í lið Liverpool fyrir Stuart Downing.

16:16 MARK!! Fulham var að minnka muninn á Ewood Park. Markaskorarinn var Damien Duff.

16:15 Skemmtilegur punktur. Thierry Henry og Paul Scholes á undan að skora en Fernando Torres og Andy Carroll á árinu 2012.

16:13 MARK!! Aston Villa var að komast yfir gegn Everton með marki frá markavélinni Darren Bent.

16:10 MARK!! Tottenham var að jafna metin í 1:1 gegn Wolves. Króatinn Luka Modric skoraði mark heimamanna.

16:06 MARK!! Blackburn, einum leikmanni færri, er komið í 2:0 gegm Fulham. Annað markið skoraði harðjaxlinn David Dunn.

15:48 MARK!! Manni færri var Blackburn að komast yfir á Ewood Park með marki frá Norðmanninum Morten Gamst Pedersen.

15:45 Liverpool og Stoke hafa ekki boðið upp á mikla skemmtun á Anfield. Staðan er 0:0 en rétt í þessu var flautað til leikhlés.

15:44 MARK!! Manchester United er komið í 1:0 gegn Bolton og allt verður vitlaust á Old Trafford enda markaskorarinn enginn annar en Paul Scholes. United var búið að sækja linnulítið en tókst ekki að finna leiðina framhjá Adam Bogdan fyrr en Scholes skoraði af stuttu færi. Bolton-menn rétt náðu að taka miðju þegar flautað var til leikhlés.

15:43 Norwich var að komast í 1:0 gegn WBA á The Hawthorns með marki frá Andrew Surman.

15:35 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru ekki á skotskónum en aðeins tvö mörk hafa litið dagsins ljós í leikjunum sjö.

15:23 Rautt spjald!! Blackburn er orðið manni færri. Yakubu var sendur í bað með rautt spjald.

15:22 MARK!! Úlfarnir eru komnir í 1:0 gegn Tottenham á White Hart Lane með marki frá framherjanum Steven Fletcher.

15:20 Víti í súginn!! Adam Bogdan var að verja vítaspyrnu frá Wayne Rooney. Annar leikurinn í röð sem Rooney skorar ekki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt á Sat Knight fyrir brot á Welbeck.

15:14 MARK!! Chelsea er komið í 1:0 gegn Sunderland. Frank Lampard skoraði markið. Þetta er tímamótamark en Lampard var að skora sitt 100. í úrvalsdeildinni.

15:11 Við bíðum enn eftir fyrsta marki dagins. Það hlýtur að fara að detta inn.

15:03 Danny Welbeck var nálægt því að skora fyrsta markið en Bogdan, markvörður Bolton, varði vel frá honum.

15:00 Flautað til leiks í leikjunum sjö.

Man Utd: Lindegaard, Rafael Da Silva, Ferdinand, Evans, Evra, Valencia, Carrick, Scholes, Nani, Rooney, Welbeck. Varamenn: De Gea, Berbatov, Giggs, Park, Hernandez, Fabio Da Silva, Pogba.

Bolton: Bogdan, Steinsson, Wheater, Knight, Ricketts, Eagles, Reo-Coker, Muamba, Petrov, Mark Davies, Ngog. Varamenn: Lynch, Sanli, Kevin Davies, Klasnic, Pratley, Boyata, Riley.

Tottenham: Friedel, Walker, Kaboul, Dawson, Assou-Ekotto, Lennon, Parker, Modric, Bale, Adebayor, Van der Vaart. Varamenn: Cudicini, Pavlyuchenko, Defoe, Bassong, Kranjcar, Rose, Livermore.

Wolverhampton: Hennessey, Foley, Johnson, Berra, Ward, Kightly, Frimpong, Henry, Jarvis, Edwards, Fletcher. Varamenn: De Vries, Elokobi, Stearman, Ebanks-Blake, Hunt, Milijas, Doyle.

Chelsea: Cech, Bosingwa, Luiz, Terry, Cole, Lampard, Romeu, Meireles, Ramires, Torres, Mata. Varamenn: Turnbull, Essien, Malouda, Lukaku, Sturridge, Hutchinson, Bertrand.

Sunderland: Mignolet, Bardsley, Kilgallon, O'Shea, Richardson, Larsson, Cattermole, Vaughan, McClean, Sessegnon, Bendtner. Varamenn: Westwood, Turner, Gardner, Wickham, Ji, Meyler, Elmohamady.

Liverpool: Reina, Johnson, Coates, Skrtel, Jose Enrique, Carragher, Adam, Henderson, Gerrard, Downing, Kuyt. Varamenn: Doni, Aurelio, Carroll, Shelvey, Kelly, Flanagan, Bellamy.

Stoke: Sorensen, Woodgate, Shawcross, Huth, Wilson, Delap, Whelan, Palacios, Etherington, Walters, Crouch. Varamenn: Begovic, Jones, Fuller, Pennant, Whitehead, Wilkinson, Jerome.

Aston Villa: Given, Hutton, Dunne, Collins, Warnock, Clark, Petrov, Albrighton, Ireland, Agbonlahor, Bent. Varamenn: Guzan, N'Zogbia, Delph, Keane, Cuellar, Bannan, Gardner.

Everton: Howard, Neville, Heitinga, Duffy, Baines, Donovan, Gibson, Fellaini, Drenthe, Cahill, Saha. Varamenn: Mucha, Anichebe, Bilyaletdinov, Stracqualursi, McFadden, Gueye, Vellios.

West Brom: Foster, Jara Reyes, McAuley, Dawson, Shorey, Morrison, Scharner, Mulumbu, Thomas, Odemwingie, Cox. Varamenn: Fulop, Mattock, Long, Dorrans, Thorne, Tamas, Fortune.

Norwich: Ruddy, Martin, Whitbread, Ayala, Naughton, Johnson, Pilkington, Surman, Hoolahan, Morison, Jackson. Varamenn: Steer, Drury, Crofts, Holt, Fox, Bennett, Wilbraham.

Blackburn: Robinson, Lowe, Hanley, Givet, Olsson, Nzonzi, Pedersen, Dunn, Petrovic, Hoilett, Yakubu. Varamenn: Bunn, Formica, Rochina, Goodwillie, Vukcevic, Morris, Henley.

Fulham: Stockdale, Kelly, Senderos, Hangeland, John Arne Riise, Murphy, Dembele, Dempsey, Duff, Zamora, Ruiz. Varamenn: Etheridge, Sidwell, Johnson, Kasami, Hughes, Frei, Davies.

Rooney tekur vítaspyrnu gegn Bolton í dag.
Rooney tekur vítaspyrnu gegn Bolton í dag. Reuters
Torres með flott tilþrif í leik Chelsea og Sunderland.
Torres með flott tilþrif í leik Chelsea og Sunderland. Reuters
Dave Edwards og Scott Parker í baráttu í leik Tottenham …
Dave Edwards og Scott Parker í baráttu í leik Tottenham og Wolves. Reuters
Stewart Downing og Jonathan Woodgate í baráttu um boltann á …
Stewart Downing og Jonathan Woodgate í baráttu um boltann á Anfield í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert