Hvatning ef þeir blístra og baula á mig

Luis Suárez.
Luis Suárez. Reuters

Luis Suárez, úrúgvæski framherjinn hjá Liverpool, kveðst viðbúinn því að stuðningsmenn Manchester United láti sig heyra það óþvegið þegar erkifjendurnir mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn. Slíkt mótlæti muni hinsvegar verða sér hvatning.

Suárez lék á mánudaginn sinn fyrsta leik eftir að hann afplánaði átta leikja keppnisbann, sem hann fékk fyrr meint kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmanns Manchester United, í leik liðanna fyrr í vetur. Nú mætast þeir að öllu óbreyttu, og Suárez er að vonum ekki vinsæll meðal stuðningsmanna United.

„Ég var ekki niðurbrotinn. Ég veit hvað ég gerði og í fótboltanum eru óskráð lög um að hvað sem gerist inni á vellinum, skilur maður við sig þegar leik er lokið. Ég veit að það verður spenna í kringum leikinn gegn United vegna þess að þar mæti ég Evra. En ég er vanur því að áhorfendur bauli á mig," sagði Evra í viðtali við Radio Sport 890 í heimalandi sínu.

„Ég vona að engin leiðinleg atvik eigi sér stað og ég reyni að leiða hjá mér allt sem hefur gerst. Ég veit að stuðningsmenn Manchester United munu reyna að gera mér lífið leitt. En þeir mega vita það að ef þeir blístra og baula á mig, verður það mér mikil hvatning um að standa mig vel," sagði Suárez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert