Rush: Bikartitill getur hjálpað fyrir næstu leiktíð

Leikmenn Liverpool fagna.
Leikmenn Liverpool fagna. Reuters

Ian Rush, ein af goðsögnum Liverpool og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, telur að með velgengi í ensku bikarkeppninni geti það hjálpað liðinu í deildinni á næstu leiktíð.

Liverpool mætir grönnum sínum í Everton í undanúrslitum bikarkeppninnar á Wembley á morgun en gengi Liverpool í deildinni hefur verið afar slakt.

,,Að vinna titla. Um þetta snýst það. Kenny Dalglish hefur verið stjóri Liverpool nú í eitt ár og liðið hefur unnið einn bikar og vinnur hugsanlega annan. Árangurinn í deildinni er vonbrigði og kannski meira svekkjandi því þegar Liverpool-liðið er í góðum gír þá vita leikmenn að þeir geta unnið hvaða lið sem er,“ segir Rush í viðtali við enska blaðiðið The Sun.

,,Liverpool hefur þegar unnið deildabikarinn og ef því tekst að vinna bikarkeppnina þá væri þetta árangursríkt tímabil. Ef þú hefðir spurt stuðningsmenn Liverpool þá veit ég í byrjun tímabilsins að þeir hefðu tekið því að vinna tvo bikara. Liverpool þarf að byggja ofan á bikarinn sem það hefur unnið og ef því tekst það með því að vinna bikarkeppnina mundi það undirbúa liðið fullkomleg fyrir næsta tímabil því væntingar verða þá meiri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert