Hazard búinn að ákveða sig

Hazard nýtur athyglinnar í botn.
Hazard nýtur athyglinnar í botn. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard, leikmaður Lille í Frakklandi, er loks búinn að ákveða hvar hann spilar á næsta tímabili.

Það þýðir þó ekki að hann sé búinn að opinbera næsta áfangastað sinn en Hazard skrifaði á Twitter í morgun: „Góðan dag, strákar. Ég er búinn að ákveða mig. Sé ykkur seinna. Takk.“

Þrjú lið koma til greina: Chelsea, Manchester City og Manchester United, en allflestar fréttir dagsins í enskum og frönskum miðlum segja að Chelsea sé liðið sem Hazard ætli að spila með.

Hazard skoraði 20 mörk fyrir Lille á tíambilinu og gaf einnig flestar stoðsendingar allra í deildinni.

Sagt er að hann fari fram á 200.000 pund í vikulaun hjá því liði sem hann spilar með næsta vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka