Reading komið í rússneska eigu

Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading eru komnir með …
Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading eru komnir með rússneskan eiganda. readingfc.co.uk

Enska knattspyrnufélagið Reading er komið formlega í eigu rússneska auðjöfursins Antons Zingarevich, en félagið tilkynnti í dag að endanlega hefði verið gengið frá yfirtöku hans.

Reading vann sér á dögunum sæti í úrvalsdeildinni á ný en þar lék félagið áður 2006-2008. John Madejski hefur verið aðaleigandi félagsins um árabil en hefur nú selt stærsta hlut sinn í félaginu til Zingarevich. Madejski verður hinsvegar áfram stjórnarformaður félagsins.

„Nú erum við enn á leið inn á nýjar og bjartar brautir,“ segir í yfirlýsingu sem Reading birti í dag.

Brynjar Björn Gunnarsson er í leikmannahópi Reading en hann hefur spilað með liðinu í sjö ár, þar af tvö tímabil í úrvalsdeildinni, og samdi í vor um að leika þar áfram á næsta tímabili. Þá er Reading eitt þeirra félaga sem sögð eru hafa mikinn hug á að fá Björn Bergmann Sigurðarson frá Lilleström í sínar raðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert