Clark ráðinn stjóri WBA

Steve Clark, til vinstri, ásamt Kenny Dalglish.
Steve Clark, til vinstri, ásamt Kenny Dalglish. Ljósmynd/www.liverpoolfc.tv

Steve Clark hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA en félagið greinir frá þessu á vef sínum í dag. Samningur Clarks er til tveggja ára.

„Það er mikill heiður að fá að taka við þessu starfi og ég er mjög glaður yfir því að fá þetta tækifæri,“ segir Clark á vef félagsins.

Clark, sem er 48 ára gamall Skoti, hefur til þessa verið í hlutverki aðstoðarstjóra en hann hefur starfað sem slíkur hjá Newcastle, West Ham, Chelsea og Liverpool og hefur unnið með mönnum eins og Sir Bobby Robson, José Mourinho og Kenny Dalglish.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert