Villas-Boas: Van der Vaart ekki til sölu

Van der Vaart kom inná sem varamaður gegn Newcastle í …
Van der Vaart kom inná sem varamaður gegn Newcastle í fyrsta leik tímabilsins. Reuters

Tottenham ætlar ekki að selja hollenska miðjumanninn Rafael Van der Vaart áður en félagaskiptaglugginn lokar en leikmaðurinn hefur verið orðaður við önnur félög.

Van der Vaart byrjaði tímabilið á bekknum fyrir Gylfa Þór Sigurðsson en Hollendingurinn skoraði 14 mörk fyrir Tottenham og hollenska landsliðið á síðasta tímabili.

Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag Hamburg SV en eiginkona hans, Sylvie, starfar þar í borg.

„Ég veit ekki hvort Hamburg hefur áhuga en Van der Vaart er leikmaður sem er ekki til sölu þessa stundina. Það getur allt gerst en hann er leikmaður sem við treystum á,“ segir Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham.

„Rafa var mjög óheppinn því þegar hann kom til okkar eftir fríið sem hann fékk eftir EM meiddist hann í leik gegn L.A. Galaxy. Hann missti því af mest allri ferðinni til Ameríku en [Gylfi Þór] Sigurðsson var með okkur allt undirbúningstímabilið,“ segir Villas Boas.

„Hann gat ekki spilað undirbúningsleikina gegn Watford og Valencia þannig það var frekar einfalt að velja [Gylfa Þór] Sigurðsson í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Newcastle.

„Nú hefur Rafa æft með okkur alla vikuna þannig hann kemur vel til greina í liðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert