Touré úr leik næstu vikurnar

Yaya Touré.
Yaya Touré. AFP

Yaya Touré miðjumaðurinn öflugi í liði Manchester City verður frá keppni næstu tvær vikurnar en hann tognaði í stórleiknum gegn Liverpool um síðustu helgi og þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik.

„Meiðslin eru ekki eins alvarleg og við héldum í fyrstu en hann verður frá næstu tvær vikurnar,“ segir Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City.

Touré hefur átt frábært tímabil með City en hann hefur skorað 18 mörk og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Liverpool-mönnunum Luis Suárez og Daniel Sturridge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert