„Mögnuð frammistaða“

Tony Pulis.
Tony Pulis. AFP

Þeir eru margir sem telja að Tony Pulis knattspyrnustjóri Crystal Palace eigi skilið að verða valinn stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir voru ekki margir sem trúðu því að Pulis gæti haldið Palace uppi en hann hefur gert frábæra hluti með liðið. Á dögunum vann það Chelsea á heimavelli og í kvöld gerði það sér lítið fyrir og vann Everton á Goodison Park, 3:2.

„Frammistaða liðsins í kvöld var mögnuð. Einu vonbrigðin voru þau að fá á sig tvö mörk en við lékum á köfum frábæran fótbolta og okkur fannst alltaf að ef við gætum fært boltann hratt á milli okkar þá gætum við skorað mörk. Ég held að við séum öruggir núna,“ sagði Pulis en með sigrinum í kvöld er Palace komið með 40 stig og er í 11. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert