Howard gerði nýjan samning við Everton

Howard í eldlínunni gegn Chelsea.
Howard í eldlínunni gegn Chelsea. AFP

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton.

Howard er nú samningsbundinn Everton til ársins 2018 en þessi snjalli markvörður sem kom til liðsins frá Manchester United er 35 ára gamall.

„Þetta eru frábærar fréttir.  Að hafa Tim Howard eins og hann hefur verið á þessu tímabili þá get ég ekki gengið framhjá honum að velja hann besta markvörð deildarinnar,“ segir Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton.

Howard hefur leikið með Everton frá árinu 2007 og hefur átt afar góðu gengi að fagna með liðinu. Hann hefur spilað með bandaríska landsliðinu frá árinu 2002 og hefur leikið 97 leiki fyrir þjóð sína.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert