Cech ekki meira með Chelsea í vor?

Petr Cech leiddur af velli í Madríd í kvöld.
Petr Cech leiddur af velli í Madríd í kvöld. AFP

Horfur eru á því að tékkneski markvörðurinn Petr Cech hafi spilað sinn síðasta leik á þessu keppnistímabili en hann þurfti að fara af velli eftir 18 mínútna leik gegn Atlético Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Samkvæmt fréttum frá vellinum fór Cech úr axlarlið og þá missir hann af þremur síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni, seinni undanúrslitaleiknum við Atlético, og væntanlega úrslitaleiknum í Lissabon ef Chelsea kemst þangað.

Hinn 41 árs gamli Mark Schwarzer leysti Cech af hólmi og var öruggur í markinu í kvöld. Hann setti met því hann er nú elsti leikmaður sem hefur spilað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert