„Nokkrir leikmenn United ættu að skammast sín“

Wayne Rooney, Rio Ferdinand og Michael Carrick.
Wayne Rooney, Rio Ferdinand og Michael Carrick. AFP

Roy Keane fyrrverandi fyrirliði Manchester United segir að nokkrir leikmenn ættu að skammast sín og hann segir að David Moyes hefði átt að fá lengri tíma en raun bar vitni í stjórastarfinu hjá félaginu.

„Moyes hefði átt að fá lengi og ég held að sumir leikmenn liðsins ættu að skammast sín. Þeir hafa dregið Moyes niður. Það eru auðvitað vonbrigði fyrir United að vera í sjöunda sæti en þú þarf að fá hjálp frá þeim sem eru í kringum þig. Nokkrir leikmanna liðsins veittu ekki Moyes þá stuðning sem hann þurfti,“ sagði Keane í viðtali við ITV sjónvarpsstöðina.

„Moyes átti erfiða byrjun hjá félaginu síðastliðið sumar þegar hann tók við liðinu en ég held að stjórnarformaðurinn hafi ekki náð að landa þeim leikmönnum sem Moyes vildi fá til liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert