Staðfest að Cech og Terry spila ekki meira á tímabilinu

Raul Garcia stumrar yfir Petr Cech í kvöld.
Raul Garcia stumrar yfir Petr Cech í kvöld. AFP

Staðfest hefur verið úr herbúðum Chelsea að tékkneski markvörðurinn Petr Cech leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Cech varð fyrir axlarmeiðslum í leiknum gegn Atlético Madrid í Meistaradeildinni í kvöld og þurfti Tékkinn að fara af velli eftir 18 mínútna leik og Terry varð fyrir meiðslum og fór af velli á 73. mínútu.

José Mourinho knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins greindi svo frá því nokkru eftir leikinn að Cech spili ekki meira með á tímabilinu og sömu er að segja um Terry en ekki er þó lokum skotið fyrir að hann nái að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni komist Chelsea þangað. Úrslitaleikurinn fer fram í Lissabon í Portúgal laugardaginn 24. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert