Mourinho og Ramires kærðir

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hefði verið kærður fyrir ósæmilega framkomu eftir ósigur liðsins gegn Sunderland síðasta laugardag.

Hann óskaði þá dómara leiksins og yfirmanni dómaramála úrvalsdeildarinnar til hamingju með frammistöðuna og niðurröðunina á kaldhæðnislegan hátt.

Ramires, brasilíski miðjumaðurinn hjá Chelsea, var kærður fyrir atvik í sama leik sem fór framhjá dómurum leiksins en hann átti þá í útistöðum við Sebastian Larsson, leikmann Sunderland.

Þá hefur aðstoðarstjóri Chelsea, Rui Faria, verið kærður fyrir tvö atriði tengd sama leik sem ekki voru tilgreind nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert