Sturridge vonast til að spila gegn Chelsea

Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. AFP

Daniel Sturridge, sóknarmaður Liverpool, er bjartsýnn á að hafa náð sér af meiðslum áður en lið hans tekur á móti hans gamla félagi, Chelsea, í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield á sunnudaginn.

Sturridge fór meiddur af velli þegar Liverpool vann Manchester City fyrr í þessum mánuði og missti af sigrinum gegn Norwich á páskadag, 3:2.

„Ég vonast eftir því að geta spilað um helgina en ég veit ekki hvort hann (Brendan Rodgers) vilji nota mig eða ekki. Við verðum að bíða og sjá til," sagði Sturridge við The Mirror. Hann hefur skorað 20 mörk í úrvalsdeildinni og er þar næst markahæstur á eftir félaga sínum, Luis Suárez, sem hefur gert 30 mörk fyrir Liverpool.

Fyrir leikinn um helgina er Liverpool með fimm stiga forskot á Chelsea á toppi úrvalsdeildarinnar og þarf sjö stig úr leikjum sínum við Chelsea, Crystal Palace og Newcastle til að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil í 24 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert