Gylfi til Swansea í dag?

Gylfi Sigurðsson virðist vera á leið til Swansea.
Gylfi Sigurðsson virðist vera á leið til Swansea. EPA

Allt bendir til þess að Gylfi Þór Sigurðsson verði orðinn leikmaður Swansea City á nýjan leik í dag eða á allra næstu dögum. Netútgáfa The Guardian skýrði frá því í gærkvöld að hann væri búinn að fá heimild hjá Tottenham til að fara í læknisskoðun hjá velska félaginu.

Tottenham er sagt hafa metið Gylfa á 10 milljónir punda, sem er sama upphæðin og talið er að félagið muni greiða Swansea fyrir velska bakvörðinn Ben Davies.

Félögin virðast því ætla að skipta á þeim tveimur, enda þótt enskir fjölmiðlar segi að horft sé á hver leikmannaskipti fyrir sig. Þriðji leikmaðurinn sem blandast í þetta er markvörðurinn Michel Vorm sem talið er að Tottenham kaupi af Swansea fyrir fimm milljónir punda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert