Montero til Swansea

Jefferson Montero í leik með Ekvador gegn Frökkum á HM …
Jefferson Montero í leik með Ekvador gegn Frökkum á HM í Brasilíu. AFP

Ekvadorinn Jefferson Montero er genginn í raðir enska úrvaldsdeildarliðsins Swansea City en hann kemur frá mexíkóska liðinu Monarcas Morelia. Undanfarin ár hefur hann einnig spilað með spænsku liðunu Villareal ásamt því að hafa verið á láni hjá Levante og Real Betis þar í landi.

Montero, sem er kantmaður spilaði í öllum leikjum Ekvador á HM í Brasilíu en hann hefur leikið 43 landsleiki og skorað í þeim átta mörk.

Forráðamenn Swansea eru afar virkir á leikmannamarkaðnum því hinn 24 ára gamli Montero gengur í raðir welska liðsins einungis degi eftir að Gylfi Sigurðsson kom til félagsins frá Tottenham á 10 milljónir punda en Swansea seldi einnig varnarmanninn Ben Davies og markvörðinn Michel Vorm til Tottenham á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert