Mourinho: Ánægjulegt vandamál

Thibaut Courtois berst nú við Petr Cech um markmannsstöðuna hjá …
Thibaut Courtois berst nú við Petr Cech um markmannsstöðuna hjá Chelsea. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi engar áhyggjur af því að þurfa að velja á milli snjallra markvarða en hann er með bæði Petr Cech og Thibaut Courtois í sínum hópi.

Courtois er kominn aftur til félagsins eftir lánsdvöl hjá Atlético Madríd á Spáni. Chelsea gerði jafntefli við austurríska liðið RZ Pellets WAC í æfingaleik í gærkvöld, 1:1, og Cech lék allan tímann í markinu.

„Annar þeirra verður ekki ánægður. En stuðningsmenn Chelsea eru ánægðir og þeir skipta meira máli en leikmennirnir. Ef stuðningsmenn okkar hafa bæði Cech og Courtois eru þeir ánægðir því þeir vita að markið okkar er í öruggum höndum. Ég þarf að taka ákvörðun en fyrir það fæ ég borgað, og ég er afskaplega ánægður með þessa stöðu," sagði Mourinho eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert