Roma lagði Liverpool í Boston

Lið Liverpool fyrir leikinn í nótt.
Lið Liverpool fyrir leikinn í nótt. AFP

Liverpool tapaði fyrir ítalska liðinu Roma, 0:1, í fyrsta leik sínum í æfingaferð um Bandaríkin sem fram fór í Boston í nótt. Marco Borriello skoraði sigurmark Rómverja af stuttu færi rétt fyrir leikslok.

Fabio Borini var í byrjunarliði Liverpool en meiddist á öxl eftir aðeins 14 mínútur og var skipt af velli. Brendan Rodgers knattspyrnustjóri sagði eftir leikinn að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða. Talið hefur verið víst að Borini verði seldur til Sunderland en sjálfur hefur hann sagst vilja vera áfram á Anfield og berjast fyrir sæti sínu þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert