Drogba að snúa aftur til Chelsea

Didier Drogba er í miklum metum á Stamford Bridge.
Didier Drogba er í miklum metum á Stamford Bridge. Reuters

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er talinn áhugasamur að lokka framherjann Didier Drogba til Lundúnaliðsins á ný, en hinn 36 ára gamli Drogba er samningslaus eftir að hafa verið síðast á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Drogba skoraði á sínum tíma meira en 150 mörk í búningi Chelsea á átta ára tímabili, en hann yfirgaf liðið fyrir tveimur árum og fór til Shanghai Shenhua í Kína áður en hann hélt til Tyrklands.

„Við viljum vinna titla og Didier er einn besti framherji í Evrópu og hefur enn það sem til þarf í ensku úrvalsdeildinni. En ef við fáum hann aftur þá er það ekki af því hann gerði vel áður fyrr, heldur af því að hann gæti bætt gæði liðsins,“ sagði Mourinho.

Nýjustu fréttir herma að Chelsea muni tilkynna áður en langt um líður að félagsskiptin séu í höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert