Rooney vill verða fyrirliði

Wayne Rooney vill verða næsti fyrirliði Man Utd.
Wayne Rooney vill verða næsti fyrirliði Man Utd. AFP

Wayne Rooney hefur gefið það út að hann vilji ólmur taka við fyrirliðabandinu hjá Manchester United í náinni framtíð.

United lagði Los Angeles Galaxy 7:0 í æfingaleik á dögunum en í þeim leik fékk Darren Fletcher að bera bandið, en þrátt fyrir það er Rooney talinn koma sterklega til greina þegar Louis van Gaal ákveður fyrirliða fyrir komandi leiktíð.

„Auðvitað mundi ég vilja vera fyrirliði en það er ákvörðun stjórans að velja hann. Hann vill vinna fyrst með leikmönnunum og kynnast þeim áður en hann velur fyrirliða, hann mundi aldrei velja hann strax,“ sagði Rooney, en Robin van Persie hefur verið varafyrirliði liðsins og var meðal annars fyrirliði Hollendinga undir stjórn van Gaals á HM í Brasilíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert