Everton semur við Besic til fimm ára

Muhamed Besic í leik gegn Nígeríu á HM í Brasilíu.
Muhamed Besic í leik gegn Nígeríu á HM í Brasilíu. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Muhamed Besic frá ungverska liðinu Ferencvárosi. Besic kemur frá Bosníu og Hersegóvínu og lék alla leiki liðsins sem spilaði á heimsmeistarakeppninni í Brasilíu. Besic, sem getur spilað stöðu miðvarðar og varnartengiliðs, gerir fimm ára samning við enska félagið.

„Muhamed er ungur knattspyrnumaður sem hefur þróast mjög sem leikmaður á síðustu tveimur leiktímabilum,“ sagði Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, um piltinn sem hefur að sögn Spánverjans spilað stöðu miðvarðar og varnartengiliðs virkilega vel.

„Hann sýndi það á HM að hann er mjög þroskaður leikmaður. Hann veitir okkur mikinn styrk í mikilvægum hluta liðsins,“ sagði Martinez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert