Flóttinn mikli

Adam Lallana er einn fjölmargra leikmanna sem hefur yfirgefið Southampton …
Adam Lallana er einn fjölmargra leikmanna sem hefur yfirgefið Southampton í sumar. AFP

Það eru ekki stórlið á borð við Real Madrid, Barcelona eða Manchester United sem hafa verið mest áberandi á leikmannamarkaðnum í sumar heldur er það enska úrvalsdeildarliðið Southampton sem lenti í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Það hefur ekki verið í fréttunum vegna kaupa á þekktum leikmönnum heldur er það vegna sannkallaðs flótta frá félaginu.

Það er margt sem getur orsakaða flóttann. Margir leikmanna hafa yfirgefið Southampton fyrir lið sem eru í Evrópukeppni. Það gæti verið ein ástæðan. Það getur einnig verið erfitt fyrir unga leikmann að segja nei þegar stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal vilja fá þá til að spila með sér líkt og raunin er. Erfið fjárhagslega staða félagsins kemur einnig til greina sem ástæða. Southampton hafði útistandandi skuldir vegna leikmannakaupa upp á 27 milljónir punda ásamt því að félagið býst við reikningi sem nemur 30 milljónum punda á næstunni vegna framkvæmda á æfingasvæði félagsins.

Í heildina hefur liðið selt níu leikmenn í sumar og fleiri virðast vera á förum.

Lesa má fréttaskýringu Péturs í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert