Origi til Liverpool - fer strax á láni til Frakklands

Divock Origi (t.h.) í baráttu við varnarmann Argentínu, Ezequiel Garay …
Divock Origi (t.h.) í baráttu við varnarmann Argentínu, Ezequiel Garay á HM í Brasilíu. AFP

Liverpool hefur gengið frá kaupum á belgíska sóknarmanninum Divock Origi frá Lille á 10 milljónir punda. Athygli vekur hins vegar að leikmaðurinn mun spila með Lille á láni á næstu leiktíð og snúa til enska félagsins fyrir leiktíðina 2015-2016.

Hinn 19 ára gamli Origi tók þátt í öllum fimm leikjum Belgíu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu en Belginn ungi samdi við Liverpool til fimm ára.

Kaup Liverpool á Origi eru þau fimmtu sem félagið gerir í sumar. Áður hafði félagið keypt þá Rickie Lambert, Adam Lallana og Dejan Lovren alla frá Southampton. Þá hefur liðið einnig keypt þá Emre Can frá Bayer Leverkusen og Lazar Markovic frá Benfica.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert