Rodgers: Origi hefur allt

Divock Origi.
Divock Origi. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool telur að liðið hafi nælt sér í einn efnilegasta leikmann í heimi í dag þegar Liverpool gekk frá kaupum á belgíska sóknarmanninum Divock Origi í dag. 

„Að mínu mati er hann einn mest spennandi leikmaður í fótboltanum í dag. Ég trúi því staðfastlega,“ sagði Rodgers við vefsíðu Liverpool um hinn 19 ára Belga og hélt áfram.

„Hann hefur allt til þess að verða í heimsklassa. Hann er mjög snöggur, hefur frábæra tækni, er þokkalega stór og er harðfylginn.“

Origi mun þó ekki spila með Liverpool á leiktíðinni. Hann verður lánaður til Lille í Frakklandi.

„Hann mun fara aftur til Lille og spila með þeim eitt leiktímabil á láni en við höfum frábæran leikmann í höndunum. Ekki einungis þegar hann kemur aftur fyrir næsta tímabil heldur fyrir framtíðina,“ sagði Brendand Rodgers.

Brendan Rodgers er ánægður með nýja leikmanninn.
Brendan Rodgers er ánægður með nýja leikmanninn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert